Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Myndir: Karen Nótt Halldórsdóttir

Jólalegt í Grímsey

Þótt ekki búi margir í Grímsey þá er orðið ansi jólalegt og flest öll húsin í þorpinu vel skreytt eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Þónokkur fjöldi ferðamanna hefur heimsótt eyjuna að undanförnu og fleiri en síðustu ár.
Lesa fréttina Jólalegt í Grímsey
Hús Sæbjargar í Grímsey. Mynd: Unnur Ingólfsdóttir.

Talsvert tjón á mannvirkjum

Talsvert tjón hefur orðið í Grímsey í óveðrinu sem nú gengur yfir. Klæðning er fokin af húsi útgerðarinnar að hluta, landgangur á flotbryggju við höfnina er fokinn út í veður og vind, og grindverk og girðingar hafa víða brotnað eða lagst niður í vindinum.
Lesa fréttina Talsvert tjón á mannvirkjum
Grímsey í stóru hlutverki

Grímsey í stóru hlutverki

Áhugaverð kvikmynd með sérstaka áherslu á Grímsey var frumsýnd á þýsku sjónvarpsstöðinni WDR í gær. Myndin, sem heitir „Magical Iceland", varpar meðal annars ljósi á fjölskrúðugt náttúru- og dýralíf á Íslandi.
Lesa fréttina Grímsey í stóru hlutverki
Búnaður rafstöðvarinnar eftir endurnýjun. Mynd Rarik

Ný rafstöð tekin í notkun

Endurbótum á nýrri rafstöð RARIK í Grímsey er lokið og var hún tekin í notkun í lok október. Búnaðurinn var orðinn gamall og farinn að þarfnast endurnýjunar. Nýju vélarnar eru mun lágværari en þær gömlu og hafa íbúar orðið varir við það.
Lesa fréttina Ný rafstöð tekin í notkun
Fiskeafmælinu fagnað

Fiskeafmælinu fagnað

Í gær, 11. nóvember, var haldið upp á fæðingardag velgjörðarmanns Grímseyinga, Bandaríkjamannsins Daniels Willards Fiske, en sá dagur er ávallt haldinn hátíðlegur í Grímsey. Haldið var kaffisamsæti í félagsheimilinu Múla kl. 18.00, boðið upp á heitt súkkulaði og bakkelsi, lesið ágrip um Fiske sem var fæddur 1831 og gluggað i gömul albúm úr skólanum. Mjög góðmennt en fámennt var úti í eyju í gær eða einungis 10 manns að þessu sinni.
Lesa fréttina Fiskeafmælinu fagnað
Uppskrift að góðum degi í Grímsey

Uppskrift að góðum degi í Grímsey

Ferðalag yfir heimskautsbauginn, miðnætursól, fjölskrúðugt fuglalíf, óspillt náttúra, ferskt loft, kyrrð og ró. Það eru innihaldsefni í uppskrift að góðum degi í þætti N4 sem að þessu sinni var tekinn upp í Grímsey.
Lesa fréttina Uppskrift að góðum degi í Grímsey
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Fyrsti vetrarsnjórinn

Vetur skall á með hressilegra móti í Grímsey í gær. Búið er að vera hvasst frá því í gær morgun með allt frá 18 upp í 27 metra á sekúndu og ölduhæðin núna um 5.5 metrar en fór mest upp í 7 metra í nótt.
Lesa fréttina Fyrsti vetrarsnjórinn
Tónleikar á Emelíuklöppum

Tónleikar á Emelíuklöppum

UPPI OG NIÐRI OG ÞAR Í MIÐJU – eru tónleikar Önnu Jónsdóttur sem haldnir verða á Emelíuklöppum í Grímsey, laugardaginn 20.júlí, kl. 15.00. Anna er sópransöngkona og á tónleikum sínum víða um land syngur hún íslensk þjóðlög.
Lesa fréttina Tónleikar á Emelíuklöppum
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Sólstöðuhátíðin og baugurinn

Dagskrá sumarsólstöðuhátíðarinnar í ár er ansi fjölbreytt. Í næstu viku verður heimskautsbaugstáknið "Hringur og kúla / Orbis et Globus" flutt á núverandi staðsetningu baugsins. Á fimmtudaginn 20.júní hefst síðan formleg dagskrá með fjölbreyttum viðburðum sem stendur fram á sunnudaginn 23.júní.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíðin og baugurinn
Mynd: Gyða Henningsdóttir.

Sólstöðuhátíð 2019

Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir Sólstöðuhátíðina sem haldin verður í Grímsey um þarnæstu helgi, 20.-23. júní. Þessi helgi í kringum sumarsólstöður er kjörin til að heimsækja Grímsey og njóta alls þess besta sem þessi náttúruperla hefur að bjóða.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíð 2019
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Vorið nálgast norður við heimskautsbaug

Svartfuglinn er nú þegar sestur upp í björgunum til að tryggja sér hreiðurstæði og lundinn kominn að eyjunni. Svafar Gylfason, íbúi í Grímsey sem er við grásleppuveiðar þessa dagana, sá til fyrstu lundana um helgina og segir að þeir séu um viku fyrr á ferðinni en áður var, en hann hefur skráð komu þeirra undanfarin 19 ár.
Lesa fréttina Vorið nálgast norður við heimskautsbaug