Afleitt veður í Grímsey

Mynd: Anna María Sigvaldadóttir
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Veðrið hefur verið afar vont í Grímsey síðustu vikuna eða svo. Sjómenn tóku upp netin fyrir viku enda stefndi í að ekki yrði hægt að vitja þeirra á næstunni og því hætta á að net myndu skemmast og sömuleiðis aflinn.

Þrátt fyrir vond veður og mikla snjókomu hafa samgöngur að mestu gengið greiðlega. Ferjan fór tvær ferðir í síðustu viku og flogið var út í eyju síðustu tvo sunnudaga.

Um 20 manns eru í Grímsey um þessar mundir en nokkrir íbúar tóku sér svokallað brælufrí og fóru í land þar sem ljóst var að ekki yrði hægt að sækja sjó á meðan veðrið gengi yfir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan