Vaxandi ferðaþjónusta í Grímsey

Mynd: María Helena Tryggvadóttir
Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Gistiheimilið Gullsól í Grímsey fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Árið 1998 ákváðu 10 konur í Grímsey að opna lítið gallerí til þess að ferðafólk gæti fengið sér að minsta kosti kaffi þegar það kæmi til eyjunnar. Á þeim tíma var lítil sem engin þjónusta í boði fyrir ferðamenn og því margt búið að gerast á þessum 20 árum.

Nú eru tvö gistiheimili í eyjunni, veitingastaður, tjaldsvæði, skipulagðar ferðir af ýmsu tagi, strætó, fimm ferjuferðir á viku yfir sumartímann og þrjár yfir veturinn auk áætlunarflugs og útsýnisflugs til Grímseyjar.

Í Gullsól er rekið gistiheimili, minjagripa- og gjafavöruverslun, meðal annars með handverki heimafólks, og lítið kaffihús. Húsið hefur verið gert upp að innan sem utan. Ný heimasíða var opnuð fyrir skemmstu en þar er að finna ýmsar upplýsingar og hægt að bóka gistingu. Sjá nánar á www.gullsol.is.

Sérstakar þakkir eiga skilið þær konur sem komu starfseminni í Gullsól af stað þann 5. júlí 1998. Þær voru Helga Mattína Björnsdóttir, Áslaug Alfreðsdóttir, Sigrún Þorláksdóttir, Guðrún Gísladóttir, Ída Jónsdóttir, Guðbjörg Henningsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir, Jónína Sigurðardóttir, Þorgerður Einarsdóttir og Jórunn Magnúsdóttir. Í dag koma níu konur að rekstrinum í Gullsól með einum eða öðrum hætti.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan