Störf í boði norður við heimskautsbaug

Það er ekki oft sem sjást starfaauglýsingar fyrir Grímsey en þessa dagana er verið að auglýsa laus tvö störf sem tengjast Grímsey.

Annars vegar er fyrirtækið Arctic Trip í Grímsey að leita að sumarstarfsmanni frá byrjun júní til og með ágúst sumarið 2020. Starfið felst í gönguleiðsögn, aðstoð á veitingastaðnum Kríunni og á gististað í eyjunni við ýmis tilfallandi verkefni. Krafist er góðrar færni í mannlegum samskiptum, góðrar tungumálakunnáttu og er enska skilyrði og kunnátta í öðrum tungumálum kostur. Hægt er að fá nánari upplýsingar um starfið í síma 8481696 og netfanginu: info@arctictrip.is.

Hins vegar auglýsir Þjóðskrá Íslands starf fulltrúa í Grímsey (og/eða Hrísey) sem skal annast verkefni við skráningu þinglýstra gagna í landeignaskrá. Um er að ræða tímabundið starf til ársloka 2021 með sveigjanlegu starfshlutfalli. Fulltrúinn heyrir undir deildarstjóra landupplýsingardeildar. Sjá nánar á vef starfatorgs.

Nánari upplýsingar um Grímsey má skoða hér

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan