Sjaldgæfur gestur í Grímsey

Myndir: Anna María Sigvaldadóttir. Á myndinni má sjá Bjarni Reykjalín Magnússon með fuglinn fyrir ut…
Myndir: Anna María Sigvaldadóttir. Á myndinni má sjá Bjarni Reykjalín Magnússon með fuglinn fyrir utan sundlaugarbygginguna í Grímsey.

Haftyrðill heimsótti Grímsey í gær en hann er minnstur svartfugla og einn af minnstu sjófuglunum. Hann er þybbinn, hálsstuttur og mjög kubbslegur, á stærð við stara.

Anna María Sigvaldadóttir rakst á þennan sjaldgæfa gest fyrir utan sundlaugina í gær. Með lagni tókst að fanga fuglinn og honum var síðan sleppt á hafnarsvæðinu þar sem hann tók flugið. Anna María hefur aldrei séð haftyrðil í Grímsey áður en þar hefur hún verið búsett í 30 ár.

Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar Íslands eru haftyrðlar einn algengasti sjófuglinn í Norður-Atlantshafi. Hér var hann sjaldgæfur varpfugl og voru síðustu varpstöðvar hans í Grímsey. Talið er að síðasta varpið hafi verið um 1997 og bendir allt til þess að haftyrðill sé horfinn úr tölu íslenskra varpfugla. Nánar um fuglategundina. Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan