Jólalegt í Grímsey

Myndir: Karen Nótt Halldórsdóttir
Myndir: Karen Nótt Halldórsdóttir

Þótt ekki búi margir í Grímsey þá er orðið ansi jólalegt og flest öll húsin í þorpinu vel skreytt eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Þónokkur fjöldi ferðamanna hefur heimsótt eyjuna að undanförnu og fleiri en síðustu ár.


Mikið verður um að vera næstu daga enda eru margir á leið út í eyju til að fagna þar jólum og áramótum. Meðal annars bjóða kvenfélagið Baugur og Kiwanisklúbburinn upp á jólahlaðborð fyrir alla íbúa næstkomandi laugardag og er búist við að þar taki þátt um 40 manns. Kiwanisklúbburinn býður síðan öllum íbúum upp á skötu á Þorláksmessu.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan