Glæðum Grímsey framlengt út 2022

Ljósmynd af vef Byggðastofnunar: Kristján Þ. Halldórsson.
Ljósmynd af vef Byggðastofnunar: Kristján Þ. Halldórsson.

Verkefnið Glæðum Grímsey sem er hluti af Brothættum byggðum hefur verið framlengt til loka næsta árs.

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og formaður verkefnisstjórnar, greindi frá þessari ákvörðun á íbúafundi í Grímsey fyrr í sumar. Þar var jafnframt farið yfir árangur af verkefninu til þessa og áherslur næstu mánaða.

Byggðastofnun mun sem fyrr leggja verkefninu til fjármuni úr Brothættum byggðum, auk þess sem Akureyrarbær og SSNE leggja því lið og annast umsýslu ásamt Byggðastofnun. Þáttur íbúa í Grímsey við að styrkja samfélagið með ýmsum framfaraverkefnum og dugnaði vegur þó þyngst, líkt og fram kemur í þessari frétt Byggðastofnunar um málið.

Nýr verkefnisstjóri hefur jafnframt verið ráðinn, en það er Arna Björg Bjarnadóttir sem hefur tekið við Glæðum Grímsey af Karen Nótt Halldórsdóttur sem mun þó áfram vera innan handar sem fulltrúi íbúa í verkefnisstjórn.

Arna Björg telur að sóknarfæri landsbyggðanna og eyjanna í kringum Ísland séu mikil. „Þetta eru svæði sem eru einstök á heimsmælikvarða. Við þurfum einfaldlega að þora að hugsa öðruvísi, koma augu á tækifærin og skora það sem einhverjum kann að þykja ómögulegt á hólm. Við megum síðan ekki gleyma að láta heiminn vita af okkur,“ segir Arna Björg.

Sjá nánar á vef SSNE.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan