Engan bilbug að finna á ungum Grímseyingum

Myndir: Guðrún Inga Hannesdóttir
Myndir: Guðrún Inga Hannesdóttir

Það er kraftur í tveimur ungum Grímseyingum sem festu nýverið kaup hvor á sínum bátnum.

Ingólfur Bjarni Svafarsson, 22 ára, keypti bát ásamt föður sínum Svafari Gylfasyni og ætlar að hefja sína fyrstu útgerð frá Grímsey en Ingólfur er við nám í Stýrimannaskólanum. Báturinn er af gerðinni Sómi 800 sem er ætlaður til strandveiða og kom Ingólfur Bjarni með bátinn frá Suðureyri til Grímseyjar í síðustu viku.

Bjarni Reykjalín Magnússon, 21 árs, keypti samskonar bát sem hefur verið lengdur um metra og kom með hann til Grímseyjar í gærkvöldi. Hann stefnir einnig á að hefja strandveiðar.

Hverjum strandveiðibáti er heimilt að stunda strand­veiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar, mánuðina maí, júní, júlí og ágúst.

Stefna Ingólfur og Bjarni báðir á að gera út frá Grímsey og landa þar. Mun það auka atvinnu í Grímsey tímabundið og vonandi verða til þess að fleiri og þá sérstaklega ungt fólk horfi til þeirra tækifæra sem eru í Grímsey og efla þannig samfélagið við Norðurheimsskautsbauginn. 

   

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan