Afmælisfögnuður í Grímsey

Mynd: Karen Nótt Halldórsdóttir
Frá afmæliskaffi björgunarsveitarinnar Sæþórs
Mynd: Karen Nótt Halldórsdóttir
Frá afmæliskaffi björgunarsveitarinnar Sæþórs

Síðastliðinn mánudag, 29. janúar, fagnaði Slysavarnarfélagið Landsbjörg 90 ára afmæli og af því tilefni var boðið í kaffi og köku hjá öllum deildum félagsins um land allt.

Að sjálfsögðu lét Björgunarsveitin Sæþór í Grímsey ekki sitt eftir liggja og fjölmenntu Grímseyingar upp í hreppshús þar sem aðstaða björgunarsveitarinnar er til húsa.

Um kvöldið skutu svo allar björgunarsveitir á landinu upp einu blysi á sama tíma eða kl. 21.00. Til gamans má geta þess að auk blyssins sem skotið var upp í Grímsey, sást einnig bjarminn af blysinu sem skotið var upp á Húsavík.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan