mar-apr

Mannát og femínismi / Fyrirlestur og sýning

Mannát og femínismi / Fyrirlestur og sýning

Þann 8. mars kl. 17:00 á alþjóðlegum baráttudegi kvenna mun sýningin Mannát og femínisimi: Skessur sem éta karla verða opnuð á Amtsbókasafninu. Um er að ræða Veggspjaldasýning um mannát í íslenskum þjóðsögum standa yfir á Amtsbókasafni. Sýningin mun standa út apríl.

ATH. Fluttur verður FYRIRLESTUR um sama efni í tilefni opnunar kl. 17:10.

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur hefur rannsakað mannát í íslenskum þjóðsögum. Það birtist í nokkrum tröllasögum, yfirleitt eru það tröllskessur sem éta karla, sem vitnar um átök kynjanna í þessum sögnum. Þjóðsögunum var flestum safnað, þær skrifaðar og sagðar af körlum. Í rannsóknum sínum fléttar Dagrún Ósk saman þjóðsögunum og nýrri hugmyndum um femínisma, niðurstöður sínar setur hún fram á veggspjöldum, í samstarfi við teiknarann Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur, sem teiknaði meðfylgjandi mynd.

 

Sjón er sögu ríkari, verið hjartanlega velkomin!