júl

Kortasýning - Þórhallur Ottesen

Kortasýning - Þórhallur Ottesen

Mánudaginn 3. júlí  opnaði  Þórhallur Ottesen sýningu á póstkortum sem sýna myndir af Akureyri og nágrenni frá tímabilinu 1880-1950.

Þórhallur Ottesen er brottfluttur Akureyringur, fæddur árið 1959 og er mikill safnari. Hann á stærsta póstkortasafn í einkaeigu sem vitað er um og hafa sum kortanna aldrei verið sýnd opinberlega áður. Þórhallur hefur safnað kortunum síðastliðin 40 ár og hafa þau verið fengin víða um heim, bæði frá einkaaðilum sem og á uppboðum. Gestum Amtsbókasafnsins á Akureyri býðst nú tækifæri á að skoða kortin því sýningin mun standa út júlí. Verið hjartanlega velkomin á Amtsbókasafnið!