des

Jólin koma | Leikföng frá liðinni tíð

Jólin koma | Leikföng frá liðinni tíð

Leikfangasýningin Jólin koma opnar í sýningarrými Amtsbókasafnins laugardaginn 2. desember kl. 13:00. Á sýningunni verða til sýnis leikföng frá síðustu öld sem fengin eru af láni frá Leikfangasýningunni í Friðbjarnarhúsi sem er í umsjón Guðbjargar Ringsted.

Sama dag og leikfangasýningin opnar býður Amtsbókasafnið, í samvinnu við Rauða krossinn, upp á jólapeysuföndur. Allir velkomnir!

Skoðum falleg leikföng, hlustum á jólalög og föndrum jólapeysur! Góð samverustund fyrir alla fjölskylduna.