14.ágú

Alþjóðlegir þriðjudagar | Indland

Alþjóðlegir þriðjudagar | Indland

(ENGLISH BELOW)

Þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17:00 mun Sonali Bajaj, sem búsett hefur verið hér á Akureyri um skeið, kynna heimaland sitt Indland.

NOKKRIR PUNKTAR INDLAND:

  • Að setja sjampó í sitt hár er indverskur siður. Reyndar ekki sjampó eins og við þekkjum það í dag, heldur notkun jurta í hárið. Orðið sjampó kemur úr Sanskrít með orðinu  champu og merkir að nudda. 
  • Fyrstu indversku eldflauginni var skotið af reiðhjóli, en ekki hvað.
  • Hið hefðbundna snáka- og stigaspil sem gengur út á að færa ''kallinn'' áfram um reiti með teningum er upprunnið á Indlandi og heitir þar Moksha Patamu. Spilinu var ætlað að kenna börnum um karma. Síðar var leikurinn gerður notendavænni og varð vinsæll um allan heim. 

 

Viltu vita meira? Mættu þá á Amtsbókasafnið þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17:00 ;) 

Kynning þessi er hluti af viðburðaröð sem fer fram undir heitinu Alþjóðlegir þriðjudagar, í tengslum við Listasumar. Alla þriðjudaga í sumar á tímabilinu 26. júní-21. ágúst kl. 17:00 munu íbúar af erlendum uppruna kynna heimaland sitt á Amtsbókasafninu. Markmiðið með alþjóðlegum þriðjudögum er að færa ólíka menningarheima saman, rjúfa einangrun og vekja athygli á heiminum í kringum okkur.

-----------

Tuesday, the 14th of August at 5pm Sonali Bajajwill talk about her country India.

Facts about India:

Shampoo

Shampoo was invented in India, not the commercial liquid ones but the method by use of herbs. The word 'shampoo' itself has been derived from the Sanskrit word champu, which means to massage.

Rocket shot from a bicycle

The first rocket was so light and small that it was transported on a bicycle to the Thumba Launching Station in Thiruvananthapuram, Kerala.

Snakes and Ladders

Earlier known as Moksha Patamu, the game was initially invented as a moral lesson about karma to be taught to children. It was later commercialized and has become one of the most popular board games in the world.

This event is a part of series called International Tuesdays. Every tuesday in the period 26th of June - 21st of August at 5PM here at the library inhabitants from abroad will talk about where they come from.Food, music, language, landscape, culture,... etc. 

The aim is to create beautiful events, a gateway into different cultures which could arouse the curiosity of the citizens of the world around us.

Welcome!