Vorið nálgast norður við heimskautsbaug

Mynd: María H. Tryggvadóttir
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Vorið er farið að láta á sér kræla norður við heimskautsbaug.
Svartfuglinn er nú þegar sestur upp í björgunum til að tryggja sér hreiðurstæði og lundinn kominn að eyjunni.

Svafar Gylfason, íbúi í Grímsey sem er við grásleppuveiðar þessa dagana, sá til fyrstu lundana um helgina og segir að þeir séu um viku fyrr á ferðinni en áður var, en hann hefur skráð komu þeirra undanfarin 19 ár.

Búast má við að lundinn setjist upp í eyjunni um eða fyrir miðjan mánuðinn. Lundinn byrjar á því að finna holuna sína, tekur til við að fjarlægja rusl og laga holuna og notar þá gogginn til að grafa og fæturnar til að moka. Talið er að það sé karlfuglinn sem mæti fyrst og sjái um tiltektina og að kvenfuglinn komi u.þ.b. viku síðar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan