Viltu vinna ferð til Grímseyjar?

Mynd: Kristófer Knutsen
Mynd: Kristófer Knutsen

Í samstarfi við ferðaþjónustuna í Grímsey efnir Akureyrarstofa til verðlaunaleiks þar sem einn heppinn þátttakandi getur unnið ævintýraferð fyrir tvo til Grímseyjar.

Í verðlaun er sigling með Sæfara fram og til baka frá Dalvík til Grímseyjar, gisting í eina nótt á Gullsól og aðra nótt á Básum, kvöldverður á veitingastaðnum Kríunni, og skírteini því til staðfestingar að hafa farið yfir heimskautsbauginn.

Vinningurinn gildir fyrir tvo á tímabilinu 15. maí til 15. júní 2021.

LEIKNUM ER LOKIÐ.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan