Vetrartíð í Grímsey

Vetrartíð hefur verið ríkjandi meira og minna síðan í desember. Veturinn hefur verið erfiður, lítið hefur verið hægt að sækja sjóinn og margar ferðir fallið niður í áætlunarfluginu. Ferjan Sæfari hefur þó náð að halda áætlun að mestu leyti en aðeins nokkrar ferðir hafa fallið niður. Grímseyingar halda sínu striki og fagna bjartari tíð og að brátt hilli undir komu farfugla og vorsins.

Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, fór suður á eyju og um þorpið í dag og tók meðfylgjandi myndir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan