Veðurhamur í Grímsey

Myndir: Anna Maria Sigvaldadóttir
Myndir: Anna Maria Sigvaldadóttir

Heldur rysjótt tíð hefur verið í Grímsey undanfarið. Bræla hefur verið á miðum og komust sjómenn einungis einn dag á sjó um helgina vegna veðurs. Miklar leysingar hafa orðið í hvassviðrinu og hefur því tekið upp mikið af snjónum sem safnast hafði upp í eyjunni.
Eftir hressilegar vindhviður gærdagsins sem náðu allt að 39 m/s varð allt hrímað og gamla minnismerkið við flugstöðina sem sýndi stöðu heimskautsbaugins um 1960 hefur látið verulega á sjá.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan