Sýning um Willard Fiske

Willard Fiske við taflborðið sitt.
Willard Fiske við taflborðið sitt.

Í vinnslu er sýning um velgjörðarmann Grímseyinga, Willard Fiske. Sigríður Örvarsdóttir safnafræðingur og hönnuður hefur verið ráðin til verksins en það er í umsjón Akureyrarstofu.

Búið er að skanna allan bókakostinn sem varðveittur er í Grímsey og síðan verður allt safnið skráð, auk þess verður sett upp minningarsýning í Grímsey um þennan merka mann og helstu gripir sem hann sendi Grímseyingum við upphaf 20. aldar gerðir sýnilegir.

Á meðal þeirra muna sem Fiske sendi íbúum Grímseyjar á sínum tímar voru taflborð og taflmenn, en svo virðist sem þeim hafi fækkað jafnt og þétt í áranna rás og er svo komið að aðeins eitt taflborð er eftir í eyjunni og engir taflmenn.

Biðlað er til þeirra sem málið gæti varðað, að aðstoða við leit að jafnvel minnsta safnkosti. Ef svo skemmtilega vill til að upp úr geymslukössum komi taflmenn eða annað sem tilheyrir Fiske safninu, mega viðkomandi gjarnan hafa samband með því að senda póst á netfangið sigridur.orvarsdottir@akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan