Sumarsólstöður

Orðið sól-stöður vísar til þess að sólin virðist standa í stað og hvorki hækka né lækka á lofti. Á fáum stöðum er þetta einstaka fyrirbæri eins sýnilegt og í Grímsey. Á sumarsólstöðum í Grímsey hverfur sólin ekki bak við nein fjöll heldur trónir yfir höfði hindrunarlaust uns hún dýfir sér í átt að sjóndeildarhringnum þar sem hún tiplar lipurlega og tekur að rísa á ný. Á þessum tíma er hægt að upplifa algjört tímaleysi og algjöra upphleðslu af orku náttúrunnar.

Grímseyingar hafa í gegnum tíðina fagnað þessum tímamótum með viðburðum af ýmsu tagi. Hátíðin í ár var lágstemdari og með öðru sniði en áður sökum ástandsins í heiminum. Af viðburðum má m.a. nefna sönglagastund þar sem flutt voru lög eftir Arnbjörgu Krístínu Konráðsdóttir, Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir og Hörpu Barkardóttur á stuðlaberginu við Emelíuklappir. Reist var friðarsúla og tónleikarnir Sólarlög 2020 sem höfðu þá sérstöðu að vera nyrstu rafmögnuðu tónleikar Íslandssögunnar þar sem fram komu Ívan Mendez, Stefán Elí Hauksson og Diana Sus. Flutt var hljóðkerfi og lítil rafstöð yfir á Eyjarfótinn sem er á óbyggðum norðurenda Grímseyjar og þar knúnar fram sterkar andstæður nútíma tækni og hreinnar óspilltrar náttúru. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan