Sólstöðuhátíðin og baugurinn

Mynd: María H. Tryggvadóttir
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Dagskrá sumarsólstöðuhátíðarinnar í ár er ansi fjölbreytt. Í næstu viku verður heimskautsbaugstáknið "Hringur og kúla / Orbis et Globus" flutt á núverandi staðsetningu baugsins. Á fimmtudaginn 20.júní hefst síðan formleg dagskrá með fjölbreyttum viðburðum sem stendur fram á sunnudaginn 23.júní. Hér fyrir neðan má skoða dagskrána í heild sinni: 

Fimmtudagur 20. júní

Kl. 18:00 Veitingastaðurinn Krían opnar
Kl. 21:00 Tónleikar á Kríunni. Hjónadúettinn Elvý & Eyþór leika hugljúfa tónlist úr öllum áttum

Föstudagur 21. júní

Kl. 15:00 – 17:00 Markaður á bryggjunni
Kl. 15:30 Lifandi tónlist á palli Gallerí Gullsólar
Kl. 17:30 Dorgveiðikeppni barna
Kl. 18:30 Verðlaunaafhending og afhjúpun á listaverki á Fiskmarkaði. Grillaðar pylsur fyrir börnin.
Kl. 19:00 – 20:30 Súpurölt til heimamanna
Kl. 22:00 Sigling í kring um eyjuna
Kl. 23:59 Ganga út á eyjarfót í miðnætursól. Lifandi tónlist

Laugardagur 22. júní

Kl. 11:00 Ganga með leiðsögn
Kl. 14:00 Fjölskylduratleikur
Kl. 19:00 Sjávarréttakvöld kvenfélagsins
Kl. 21:00 Barnaball
Kl. 23:00 Ball í félagsheimilinu

Sunnudagur 23. júní

Kl. 14:30 – 16:00 Markaður á bryggjunni
Kl. 21:00 Varðeldur og brekkusöngur í Grenivíkurfjöru

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan