Sólstöðuhátíð um helgina

Mynd: Gyða Henningsdóttir
Mynd: Gyða Henningsdóttir

Grímseyingar halda hátíð í tilefni af sumarsólstöðum dagana 17.-20. júní og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér. Gestum er boðið að taka þátt í alls kyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá 2021

Fimmtudagur 17. júní
Kl. 20.30 Tónleikar á Veitingastaðnum Kríunni

Föstudagur 18. júní
Kl. 15.00  Dorgveiðikeppni barna (börn undir 10 ára í fylgd með fullorðnum
Kl. 19.00  Tapaskvöld á Kríunni (borðapantanir s: 8982058)
Kl. 21.00  Kvöldsigling í kringum Grímsey
Kl. 22.30 Ganga á heimskautsbaug
Kl. 23.00 Tónleikar á baugnum

Laugardagur 19. júní
Kl. 11.30  Fjölskylduratleikur við Kríuna (börn undir 10 ára í fylgd með fullorðnum)
Kl. 14.00 Kakóserimonia við Bakkakarlinn
Kl. 18.00 Sjávarréttakvöld Kvenfélagsins Baugs
Kl. 20.00 Barnaball í Múla
Kl. 21.00 Dansleikur í Múla

Sunnudagur 20. júní
Kl. 12.00 Ganga með leiðsögn frá bryggju
Kl. 20.00 Varðeldur og söngur á Borgartúni
* Þeir viðburðir sem haldnir eru utandyra eru háðir veðri

Afgreiðslutímar og þjónusta:
Verslun: Alla daga milli 15.00-16.00
Veitingastaðurinn Krían: Föstudag 12.00-23.00, Laugardag 12.00-17.00, Sunnudag 12.00-21.00
Pylsuvagninn: Föstudag og Laugardag 12.00-17.00, Sunnudag 12.00-21.00
Sundlaugin: Föstudag 18.00-19.30, Laugardag 13.00-16.00, Sunnudag 13.00-15.00
Galleríið: Opið á meðan ferjan stoppar

Frítt er á alla viðburði nema Tapaskvöldið á Kríunni Sjávarréttakvöld Kvenfélagsins og ballið.
Leiksvæði fyrir börnin alla daga.

Ferjan Sæfari siglir á milli Dalvíkur og Grímseyjar fimm daga vikunnar og Norlandair flýgur milli Akureyrar og Grímseyjar þriðjudag, föstudag og sunnudag.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.grimsey.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan