Sólstöðuhátíð 2019

Mynd: Gyða Henningsdóttir.
Mynd: Gyða Henningsdóttir.

Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir Sólstöðuhátíðina sem haldin verður í Grímsey um þarnæstu helgi, 20.-23. júní. Þessi helgi í kringum sumarsólstöður er kjörin til að heimsækja Grímsey og njóta alls þess besta sem þessi náttúruperla hefur að bjóða.

Um helgina verður boðið upp á siglingu í kringum eyjuna, fjölskylduratleik, göngu með leiðsögn, dorgveiðikeppni, bryggjumarkað, varðeld og brekkusöng. Eyþór Ingi Jónsson og Elvý Hreinsdóttir halda tónleika, myndlistarmenn vinna verk með krökkunum í eyjunni, kvennfélagið Baugur heldur sjávarréttarkvöld og loks verður slegið upp ekta dansleik að hætti heimamanna.

Allar upplýsingar um samgöngur við Grímsey er að finna hér á heimasíðunni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan