Sjómannadagurinn

Myndir: Karen Nótt Halldórsdóttir.
Myndir: Karen Nótt Halldórsdóttir.

Sjómannadeginum var fagnað í Grímsey með eilítið breyttu sniði. Hefðbundið kaffisamsæti sem kvenfélagið Baugur skipulagði hélt þó sínum sessi.

Mættu allir íbúar Grímseyjar í félagsheimilið þar sem viðburðurinn var haldinn. Eftir kaffið var siglt yfir í Básavíkina þar sem veðurblíðunnar var notið, slappað af, farið í leiki og grillað.

Alls eru um 40 manns í eyjunni núna auk sjómanna sem eru þar tímabundið vegna strandveiða. Til viðbótar kom líka áhöfn Sæfara en ferjan var í höfn í gær. Ferjan siglir fimm daga vikunnar til Grímseyjar yfir sumarið auk þess sem Norlandair flýgur a.m.k. tvisvar sinnum í viku.  

Vonast er til þess að margir Íslendingar leggi leið sína til Grímseyjar í sumar en þar má m.a. finna veitingastaðinn Kríuna, kaffihúsið Gullsól, litla verslun, tvö gistiheimili, tjaldsvæði við sundlaugina, pylsuvagn, hjólaleigu og skipulagðar gönguferðir með leiðsögn.

Sjá fleiri myndir hér fyrir neðan.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan