Samband íslenskra sveitarfélaga í Grímsey

Mynd: Friðþjófur Helgason.
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Í dag, föstudag, fer fram reglubundinn stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vanalega er fundað í Reykjavík en að þessu sinni var ákveðið að bregða út af vananum og halda fundinn í Grímsey. Fundarmenn komu til Grímseyjar í morgun og að lokinni skoðunarferð um eyna tóku við fundarhöld í félagsheimilinu Múla. Alls eru um 40 mál til umfjöllunar og þar af 15 til afgreiðslu. Stjórnin heldur að fundi loknum til Húsavíkur og hittir þar sveitarstjórn Norðurþings.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan