Páskalundi í Grímsey

Mynd: Ragnar Hólm
Mynd: Ragnar Hólm

Lundinn er nú farinn að sækja heim að varpslóðum í Grímsey eftir vetrardvölina, en þar eru einar af stærstu lundabyggðum Íslands. Hann fór að sjást við Grímsey þann 28. mars, einum degi fyrr en vanalega. Lundinn heldur sig fyrst um sinn úti á sjó en leitar síðan upp á eyjuna eftir miðjan apríl. 

Í Færeyjum og í Norður Noregi kemur lundinn á land um miðjan apríl og er 14. apríl kallaður “Lundkommardagen” eða Lundakomudagurinn. Í Grímsey er lundinn hins vegar fyrr á ferðinni.

Þeir sem leggja leið sína til Grímseyjar um páskana gætu því séð fyrstu lundana sem koma að landi en Norlandair flýgur frá Akureyri til Grímseyjar 16., 18., 21. og 22. apríl, auk þess sem Sæfari siglir frá Dalvík 16. apríl og 23. apríl (ekki er siglt á hátíðisdögum um páskana).

Í Grímsey verður boðið upp á morðgátuleik á laugardagskvöldið og á páskadag stendur kvenfélagið í eyjunni fyrir veglegu kökuhlaðborði og rennur ágóðinn af veitingasölunni til góðra málefna í eyjunni. 
 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan