Hjólandi til Grímseyjar

Margir taka ástfóstri við Grímsey og einn þeirra er þjóðverjinn Martin Zalewski sem hefur lagt leið sína til Grímseyjar árlega síðan 2009 og valdi jafnframt að trúlofaðist konu sinni í eyjunni fyrir tveim árum.

Sumar ferðirnar hans hafa verið í styttra laginu eða alveg niður í helgardvöl í Grímsey.  Megin markmiðið ferðanna til Íslands hefur nánast alltaf verið heimsókn í Grímsey og því hafa önnur stop á Íslandi yfirleitt eingöngu tengst ferðalaginu sjálfu.  Í fyrra ákvað hann að setja sér nýtt markmið og ákvað að hjóla frá heimabæ sínum Heiden í North Rhine-Westphalia í Þýskalandi til Grímseyjar alls um 2500 km leið fram og tilbaka en inn í því er reyndar ferjusigling milli Hirtshals í Danmörku og Seyðisfjarðar.

Martin lagði af stað í ferðalagið sitt 20.maí síðastliðinn og kom til Grímseyjar í dag með ferjunni Sæfara frá Dalvík.  Martin hyggst dvelja í Grímsey yfir helgina og halda síðan heim á ný sömu leið og hann kom.  Hægt er að fylgjast með ferðalagi Martins á slóðinni https://www.facebook.com/ArcticPolarCircleBikeTour/

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan