Góðir gestir í bænum

Krakkarnir úr Grímsey á Amtsbókasafninu.
Krakkarnir úr Grímsey á Amtsbókasafninu.

Krakkarnir í Grímseyjarskóla voru í heimsókn á Akureyri í síðustu viku þegar vetrarfrí var í grunnskólanum. Krakkarnir eru á aldrinum 6-14 ára en í Grímsey er kennt í 1. til 8. bekk en eftir það verða börnin að sækja sér frekari menntun til Akureyrar.

Í heimsókninni var meðal annars farið á Amtsbókasafnið, Leikfangasafnið og Flugsafnið, krakkarnir fóru í reiðtúr með Pólarhestum og skruppu á skauta og kíktu í búðir.

Ætlunin var að fara aftur út í eyju á föstudag en þeirri ferð seinkaði um sólarhring vegna veðurs. Ef til vill var heppilegt að krakkarnir voru í ferðalagi á Akureyri því á meðan þeir voru í burtu fauk einn gluggi úr skólahúsinu og rafmagnstaflan bilaði. Þetta kemur þó ekki að sök við skólastarfið því olíukynding er í húsinu og það er orðið svo bjart að dagsbirtan nægir við kennsluna. Þó er bagalegt að geta ekki notað nein rafmagnstæki en það stendur til bóta.

Meðfylgjandi mynd er tekin af Facebook-síðu Amtsbókasafnsins á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan