Fyrstu lömbin

Helga Hrund Þórsdóttir með annað lambið í fanginu.
Helga Hrund Þórsdóttir með annað lambið í fanginu.

Sauðburður hófst um helgina í Grímsey. Var það ærin Fönn á búinu Stóra milljón sem bar tvær hvítar gimbrar. Lömbin voru stór og stæðileg og kallast Karen og Inga en daginn sem þau voru borin áttu feðgin í Grímsey afmæli, þau Karen Sigurðardóttir og Sigurður Ingi Bjarnason og nafnagiftin því þeim til heiðurs.

Tvenn hjón standa að búskapnum á Stóru milljón, þau Þór Vilhjálmsson og Stella Gunnarsdóttir og Bjarni Gylfason og Rannveig Vilhjálmsdóttir.

Þrátt fyrir að enn sé kalt í veðri og snjórinn sjáanlegur verður þessi atburður að teljast fagnaðarerindi enda hlýtur vorið nú að vera á næsta leyti.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan