Fyrsti vetrarsnjórinn

Mynd: Anna María Sigvaldadóttir
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Vetur skall á með hressilegra móti í Grímsey í gær. Búið er að vera hvasst frá því í gær morgun með allt frá 18 upp í 27 metra á sekúndu og ölduhæðin núna um 5.5 metrar en fór mest upp í 7 metra í nótt. Það hefur því ekki verið hægt að fljúga út í eyju en ferjan sigldi í gær. Þá fóru 12 manns með ferjunni og því einungis 11 íbúar staddir í eyjunni í dag.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan