Fundað í Grímsey

Síðastliðinn fimmtudag fundaði bæjarráð Akureyrar fyrsta sinni í Grímsey og á sama tíma heimsótti skólanefnd bæjarins grunnskólann í eyjunni og kynnti sér starfið þar og í leikskóladeildinni. Fundur bæjarráðs var haldinn í félagsheimilinu Múla og á dagskránni var meðal annars umfjöllun um ýmis mál er varða Grímsey. Fjallað var um reynsluna af sameiningu Grímseyjar og Akureyrar og farið yfir ábendingar heimamanna. Hverfisráð Grímseyjar kom á fundinn, ásamt Garðari Ólafssyni, þegar þessi mál voru rædd.

Eftir hádegisverð, sem útbúinn var af kvenfélagskonum, var farið í skoðunarferð um eyjuna undir leiðsögn Garðars Ólasonar þar sem gafst tækifæri til að skoða og kynna sér betur rekstur, verkefni og hagsmunamál eyjarskeggja.

Grimsey12mai2011
Bæjarráð Akureyrar og skólanefnd ásamt starfsmönnum við vitann í Grímsey.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan