Fjölmenni á þorrablóti

Mynd: Anna María Sigvaldadóttir
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Um helgina var haldið árlegt þorrablót Grímseyinga i félagheimilinu Múla. Mikið fjölmenni var í eyjunni af þessu tilefni og mættu allir eyjaskeggjar 18 ára og eldri á blótið eða samtals ríflega 80 manns.

Dansað var fram á nótt undir tónum hljómsveitarinnar Óæfðir fra Akureyri. Mikið var hlegið og höfðu gestir á orði að þetta hafi verið besta þorrablótið í Grímsey fyrr og síðar þótt mörg fyrri blót hafi verið frábær.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan