Bandarískir háskólanemar heimsóttu Grímsey

Til fjölda ára hafa háskólanemar víðsvegar frá Bandaríkjunum komið til Íslands til að stunda nám í fræðum um loftslagsbreytingar og norðurslóðir.

Til fjölda ára hafa háskólanemar víðsvegar frá Bandaríkjunum komið til Íslands til að stunda nám í fræðum um loftslagsbreytingar og norðurslóðir. Námið er hluti af námi School for International Training (SIT Iceland) og kemur einn hópur á haustin og annar á vorin.

Í síðustu viku kom hópur til Akureyrar í vikudvöld. Fræddust nemendur meðal annars um endurnýjanlega orku og heimsóttu heimskautsbauginn í Grímsey. Á meðan á dvölinni í Grímsey stóð fengu nemendur einstaka innsýn í lífið á mörkum norðurslóða og er þessi heimsókn ætíð einn af hápunktum námsins. Í Grímsey hitti hópurinn íbúa eyjarinnar sem tóku vel á móti þeim og deildu reynslu sinni og sögum.

Nemendur munu síðan vinna rannsóknarverkefni á því sviði sem þau hafa áhuga á, allt frá líffræði og verkfræði til stefnumótunar og menntunar, og veita heimsóknirnar til Akureyrar og Grímseyjar innblástur fyrir þau verkefni.