Sumarsólstöðuhátíðin

Grímseyingar halda árlega bæjarhátíð í tilefni af sumarsólstöðunum, helgina næst sólstöðunum ár hvert. Hátíðin 2025 verður helgina 20. - 22. júní.

Grímseyingar halda árlega bæjarhátíð í tilefni af sumarsólstöðunum, venjulega helgina næst sólstöðunum sem falla á 20.–22. júní ár hvert.
Hátíðin 2025 verður helgina 20. - 22. júní.

Á hátíðinni er gestum boðið að taka þátt í fjölbreyttum viðburðum og afþreyingu, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefst yfirleitt á fimmtudegi og lýkur á sunnudegi.

Hér fyrir neðan er drög að dagskrá. Með fyrirvara um breytingar.

Dagskrá 2025

Föstudagur, 20. júní
Sjávarréttakvöld Kvenfélagsins Baugs kl. 19.00 (húsið opnar 18.30)
Dansleikur í Múla

Laugardagur, 21. júní
Fjölskylduratleikur við Kríuna (börn undir 10 ára í fylgd með fullorðnum) kl. 13.00

Sunnudagur, 22. júní
Vígsla Miðgarðakirkju kl. 13.00
Viðburðinum verður sjónvarpað yfir í félagsheimilið Múla
Kaffisamsæti í boði sóknarnefndar Miðgarðakirkju eftir vígsluna í félagsheimilinu Múla.

Athugið að þeir viðburðir sem haldnir eru utandyra eru háðir veðri. Dagskráin í ár verður aðeins með breyttu sniði vegna vígslu Miðgarðakirkju sem verður miðpunktur hátíðarhaldanna í ár.

Afgreiðslutímar og þjónusta:
Verslun: Alla daga milli 15.00-16.00
Veitingastaðurinn Krían: Föstudag 12.00-17.00, Laugardag 12.00-21.00, Sunnudag 12.00-21.00
Gallleríið: Opið á meðan ferjan stoppar

Frítt er á viðburði nema Sjávarréttakvöld Kvenfélagsins og ballið.
Leiksvæði fyrir börnin alla daga.

Samgöngur:
Ferjan Sæfari siglir á milli Dalvíkur og Grímseyjar fimm daga vikunnar og Norlandair flýgur milli Akureyrar og Grímseyjar þriðjudaga og sunnudaga, og oft er í boði aukaflug vegna hátíðarinnar.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.grimsey.is