Foreldranámskeið Velferðarsviðs og HSN fyrir foreldra 0-10 ára barna
Velferðarsvið og Heilbrigðisstofnun Norðurlands standa fyrir foreldranámskeiðinu Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar.
Velferðarsvið Akureyrarbæjar og Heilbrigðisstofnun Norðurlands standa fyrir foreldranámskeiðinu Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar.
„Námskeiðið er hugsað fyrir alla foreldra sem vilja styrkja sig í foreldrahlutverkinu. Uppeldi hefst við fæðingu barns og mikilvægt er að foreldrar hafi verkfæri til að koma til móts við þarfir og þroska barnsins,“ segir Gyða Björk Aradóttir, ráðgjafi í Öskjunni, Velferðarsviði.
Námskeiðið er ætlað foreldrum barna á aldrinum 0-10 ára. Kenndar verða aðferðir til að styrkja hæfni foreldra í að laða fram æskilega hegðun og fyrirbyggja erfiðleika. Námskeiðið fer fram í húsakynnum HSN í Sunnuhlíð, mánudaga og miðvikudaga, frá 19. - 28. maí.
Leiðbeinendur eru Elinborg S. Freysdóttir, Gyða Björk Aradóttir,
Kristín Fanney Reimarsdóttir og Rut Viktorsdóttir, ráðgjafar í Öskjunni.
Nánari upplýsingar og skráning á askjan@akureyri.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí.