Útboð - Móahverfi 2. áfangi - gatnagerð og lagnir
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar, fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norðurorku, Tengis og Mílu, óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í Móahverfi 2. áfanga.
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar, fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norðurorku, Tengis og Mílu, óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í Móahverfi 2. áfanga.
Móahverfi er nýtt íbúðahverfi á Akureyri sem er staðsett suðvestan Borgarbrautar og norðvestan núverandi íbúðarbyggðar í Giljahverfi og suðvestan við Síðuhverfi.
2. áfangi verksins inniheldur því u.þ.b. 1,6 km af götum og gangstéttum, um 1,5 km af göngustígum og tilheyrandi fráveitu- og neysluvatnslagnir, ásamt lögnum fyrir hitaveitu, rafveitu og fjarskiptalagnir. Nákvæmar magntölur verksins munu koma fram í útboðsgögnum
Útboðsgögn verða afhent rafrænt í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með 11. apríl 2025.
Tilboðum skal skila í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn, 14. maí 2025