Sumarsýningin Tréð

Eins og safngestir hafa tekið eftir þá stendur yfir sumarsýningin Tréð hjá okkur núna. Miðpunktur sýningarinnar er eflaust stóra tréð sem blasir við í sýningarrýminu okkar með öllum sínum rótum.

Svo eru líka bókapokar sem hægt er að fá lánaða í 14 daga og listaverk hanga uppi ykkur til yndisauka.

Varðandi tréð, þá má sitja á því ... það má bara ekki sveifla sér í því.

Endilega komið og njótið sýningarinnar.