Sumarlestur ungmenna
Sumarlestur ungmenna hefst á sunnudag, 25. maí, og stendur til og með 26. ágúst.
Öll á aldrinum 13-18 ára geta tekið þátt og fyllt út þátttökumiða fyrir hverja lesna bók á tímabilinu.
Sumarlesturinn á við um allan lestur – hvort sem það eru prentbækur, rafbækur, hljóðbækur eða teiknimyndasögur. Allur lestur telst með!
Miðum má bæði skila rafrænt og í pappírsformi. Pappírsmiðar og skilakassi eru í ungmennadeildinni en hlekk á rafræna formið er að finna á Instagram-síðunni okkar Bækur unga fólksins.
Á hvern þátttökumiða er skrifuð stutt umsögn um bókina sem lesin var. Umsagnir gætu verið birtar nafnlaust á Bókum unga fólksins.
Hlekkur á bækur unga fólksins https://www.instagram.com/ungmennabaekur/?hl=en
Svo er hér hlekkur beint í þátttökuskjalið https://forms.gle/DxYirHgiRMvDjrsA6