Efni á nýju útgáfu heimasíðunnar

Elsku safngestir og heimasíðunotendur! Við viljum endilega láta ykkur vita að við vitum að það tekur tíma að venjast nýju útliti á heimasíðunni, en við trúum því að þetta útlit sé notendavænna, sérstaklega í farsímum og einnig er þetta hluti af heildarútliti á vefum Akureyrarbæjar (sem er í vinnslu).

Nýja útlitið hefur fengið jákvæð viðbrögð en það eru sumir hlutir sem vantar eða þurfa frekari vinnslu. Til dæmis á forsíðunni (neðst) má núna sjá sögu Amtsbókasafnsins, nýtt form fyrir fólk til að koma með tillögur að efniskaupum, um bókagjafir (skjal sem verður uppfært fljótlega) og yfirlit yfir starfsfólkið okkar!

Endilega látið okkur vita ef þið saknið einhvers eða þið teljið að megi betrumbæta. Betur sjá augu en auga.

Myndin sem fylgir fréttinni er frá ChatGPT og beðið var um fantasíuútgáfu af Amtsbókasafninu. Alltaf gaman að leika sér!

Góða helgi!