Nýlega keyptum við dvd spilara sem er lánaður út en lánstíminn er 7 dagar eins og á dvd myndunum okkar.  Spilarinn er staðsettur hjá þemamyndunum sem eru í dvd deildinni og er í kassa eins og kökuformin eru í.  Í kassanum er spilarinn ásamt fjarstýringu, hdmi snúru og tveimur leiðbeiningabæklingum en allir þessir aukahlutir eru í renndum plastvasa og upplýsingar um innihaldið og lánstímann er líka að finna framan á kassanum.