Hallgrímur Helgason - Rithöfundur og myndlistarmaður

Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hallgrímur HelgasonHallgrímur Helgason fæddist árið 1959. Hann nam myndlist og hefur í rúm 20 ár starfað sjálfstætt sem myndlistarmaður. Einnig hefur hann vakið athygli fyrir bækur sínar en fyrsta bókin hans, Hella, kom út árið 1990. 101 Reykjavík er án efa hans frægasta verk, en eins og flestir vita þá var gerð kvikmynd eftir bókinni sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Hallgrímur hætti ekki þar og gaf út bókina Höfundur Íslands árið 2001 og hlaut hann íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir hana. Nýjasta verk Hallgríms er bókin Herra Alheimur en hún hefur strax vakið mikla athygli, enda er aðalsögupersónan Guð.

Nánar um Hallgrím má lesa á síðu hjá vef Eddu og einnig á bókmenntavef Borgarbókasafnsins.

Síðast uppfært 08. desember 2003