Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Amtsbókasafnið á Akureyri: Barnabókavörður

Amtsbókasafnið á Akureyri: Barnabókavörður

Akureyri - Hlutastarf Umsóknarfrestur: 18.07.2021 Amtsbókasafnið á Akureyri óskar að ráða barnabókavörð í 75% starf frá og með 1. ágúst 2021. Helstu verkefni eru: Þjónusta við börn og ungt fólk, s.s með sögustundum, sumarlestri og öðrum viðburðum. Samstarf við leik- og grunnskóla á Akureyri og aðra þá sem starfa með börnum og ungmennum. Samstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki að lestrarhvetjandi verkefnum.
Lesa fréttina Amtsbókasafnið á Akureyri: Barnabókavörður
Bókaskraut sem starfsmenn gerðu í kringum Evrópumótið í knattspyrnu karla árið 2016.

Hæ hó jibbí jei og jibbí jei - Amtsbókasafnið lokað 17. júní!

Kæru safngestir og unnendur Amtsbókasafnsins. GLEÐILEGAN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG! Á morgun, fimmtudaginn 17. júní, verður Amtsbókasafnið á Akureyri lokað. Við fögnum því öll en svo sjáumst við hress, fersk og kát kl. 8:15-19:00 föstudaginn 18. júní. Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri
Lesa fréttina Hæ hó jibbí jei og jibbí jei - Amtsbókasafnið lokað 17. júní!
Ljósmynd frá Ljósmyndasafni Ísafjarðar.

Sýning og erindi: Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar árið 1925

Föstudaginn 4. júní 2021 kl. 16:00 verður opnuð ljósmyndasýningin Óvænt heimsókn. Grænlendingar á Ísafirði árið 1925. Í tilefni opnunar mun Sumarliði R. Ísleifsson, doktor í sagnfræði og lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands flytja erindi um heimsóknina.
Lesa fréttina Sýning og erindi: Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar árið 1925