Frá og með 15. apríl er leyfilegur fjöldi gesta í safninu 20 manns. Áfram gildir grímuskylda. Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins færist aftur í fyrra horf.
Um páskana förum við í smá páskafrí. Ekki verður því unnið úr pöntunum á næstu dögum. Við hlökkum til að heyra aftur frá ykkur frá og með þriðjudeginum 6. apríl. Gleðilega páska!
Vegna aðstæðna mun Amtsbókasafnið vera lokað frá og með fimmtudeginum 25. mars uns hægt verður að opna á ný. Líkt og í síðustu lokun er aftur opið fyrir pantanir fyrir bækur og önnur safngögn.
Hin fræga innrás bjarna á Sikiley- Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri
Laugardaginn 27. febrúar kl. 13 verður kvikmyndin Hin fræga innrás bjarna á Sikiley / La fameuse invasion des ours en Sicile (eftir Lorenzo Mattotti) sýnd á Amtsbókasafninu. Um er að ræða dásamlega og hjartnæma kvikmynd fyrir börn.
Allir mynddiskar Amtsbókasafnsins komnir í 7 daga útlán!
Amtsbókasafnið býður mikinn fjölda mynda, nýjar og gamlar, og á mörgum tungumálum. Sú skemmtilega breyting hefur orðið á að nú eru allir mynddiskar Amtsbókasafnsins komnir í 7 daga útlán.
Það er alltaf jafn spennandi að fylgjast með topplistum Landskerfa bókasafna yfir vinsælustu bækurnar. Sjáðu hverjar voru vinsælustu bækur Amtsbókasafnsins í fyrra með því að smella á frétt.