Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Amtsbókasafnið er hlýtt og opið

Amtsbókasafnið er hlýtt og opið

Kæru safngestir! Við vonum að jólin hafi verið ykkur sem best og lesturinn hafi gengið vel! Afgreiðslutíminn hjá okkur í gær, dag, á morgun og á fimmtudag er eðlilegur: frá 8.15-19:00 (sjálfsafgreiðsla milli 8.15-10:00).
Lesa fréttina Amtsbókasafnið er hlýtt og opið
Gleðileg jól!

Gleðileg jól!

Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Lesa fréttina Gleðileg jól!
Amtsbókasafnið og breytingar á sóttvörnum

Amtsbókasafnið og breytingar á sóttvörnum

Samkvæmt „reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar“ frá heilbrigðismálaráðuneytinu, sem tekur gildi 23. desember 2021 og gildir til og með 12. janúar 2022, þá má segja að litlar breytingar verði á starfsemi Amtsbókasafnsins. Stærsta breytingin er sú að 1m reglan breytist í 2m regluna. Einnig verður 50 manna hámark.
Lesa fréttina Amtsbókasafnið og breytingar á sóttvörnum
Afgreiðslutími um jól og áramót

Afgreiðslutími um jól og áramót

Nú er einungis vika í jólin og við finnum öll spennuna og gleðina magnast. Amtsbókasafnið verður opið eins og venjulega í næstu viku, fyrir utan lokun á aðfangadag og jóladag. En til að átta sig betur á þessu þá fylgir hér yfirlit yfir afgreiðslutíma Amtsbókasafnsins um jól og áramót.
Lesa fréttina Afgreiðslutími um jól og áramót
Umhverfisvæn innpökkunarstöð

Umhverfisvæn innpökkunarstöð

Pakkaðu inn jólagjöfum á umhverfisvænan máta á Amtsbókasafninu í desember. Við höfum nú breytt sýningaraðstöðu Amtsbókasafnsins í umhverfisvæna innpökkunarstöð sem gestum og gangandi er velkomið að nota.
Lesa fréttina Umhverfisvæn innpökkunarstöð
Útprentun og skönnun

Útprentun og skönnun

Þarftu að prenta eitthvað út en prentarinn heima er bilaður? Þarftu að láta skanna eitthvað og senda með netpósti? Þá er Amtsbókasafnið staðurinn fyrir þig, því við bjóðum m.a. upp á þessa þjónustu.
Lesa fréttina Útprentun og skönnun
Lengst til vinstri er Halldór Birgir Eydal, þá Þorbjörg Þóroddsdóttir og fremstur situr Þorsteinn Ja…

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2021

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2021 voru kynnt í Amtsbókasafninu á Akureyri í gær. Fyrstu verðlaun hlaut Þorsteinn Jakob Klemenzson fyrir „Vá hvað ég hata þriðjudaga!" Í öðru sæti var Halldór Birgir Eydal með „Ég vil ekki kaupa ný jakkaföt" og Þorbjörg Þóroddsdóttir hreppti þriðja sætið fyrir verk sitt „Mandarínur". Alls bárust 52 verk frá 29 þátttakendum í keppnina að þessu sinni.
Lesa fréttina Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2021
Drengurinn sem dó úr leiðindum

Drengurinn sem dó úr leiðindum

Miðvikudaginn 15. desember nk., kl. 17:00, mun Guðríður Baldvinsdóttir koma til okkar (inni í barnadeild) og lesa upp úr nýrri bók sinni: Drengurinn sem dó úr leiðindum.
Lesa fréttina Drengurinn sem dó úr leiðindum
Jólasögustund

Jólasögustund

Í þessari sögustund lesum við bókina um Kertasníki. Einnig ætlar jólasveinninn að kíkja í heimsókn til okkar með eitthvað gott í pokanum sínum. Krakkar! Þið megið endilega koma með jólasveinahúfu.
Lesa fréttina Jólasögustund
Mynd af þeim sem tilnefnd voru til verðlaunanna (mynd fengin af vef miðstöðvar íslenskra bókmennta)

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021

Í gær (1. desember) var tilkynnt um hvaða 15 bækur hefðu verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir árið 2021. Fimm bækur eru tilnefndar í þremur flokkum og af þessum fimmtán eru þrettán komnar í útlán hjá okkur.
Lesa fréttina Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021
Ævintýrapokarnir þrír og eiga eftir að verða fleiri!

Ævintýrapokar

Amtsbókasafnið heldur áfram að brydda upp á nýjungum. Nú eru komnir fyrstu þrír svokallaðir "ævintýrapokar fyrir alla fjölskylduna" og eru þeir staðsettir í barnadeildinni.
Lesa fréttina Ævintýrapokar