Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Hvað veistu mikið um Stjörnustríð (Star Wars)?

Hvað veistu mikið um Stjörnustríð (Star Wars)?

Taktu þátt í spurningakeppni um kvikmyndirnar sívinsælu.
Lesa fréttina Hvað veistu mikið um Stjörnustríð (Star Wars)?
Hlökkum til að sjá ykkur!

Amtsbókasafnið opnar aftur 4. maí

Við hlökkum mikið til að opna dyr safnsins en biðjum gesti þó um að athuga að þjónustan verður takmörkuð. Nú mega 50 manns koma saman og tveggja metra reglan verður áfram í gildi. Smellið á frétt til þess að lesa nánar.
Lesa fréttina Amtsbókasafnið opnar aftur 4. maí
Hægt er að panta safngögn

Hægt er að panta safngögn

Nú líður senn að opnun Amtsbókasafnsins. Hægt er að panta bækur og annað efni og sækja í afgreiðslu safnsins eftir helgi.
Lesa fréttina Hægt er að panta safngögn
Annar skammtur af kvikmyndum sem gúrúinn okkar mælir með!

Kvikmyndagúrú Amtsbókasafnsins mælir aftur með myndum

Meðan á samgöngubanni stendur þá tekur fólk stundum upp á nýjum hlutum, eða fer að gera eitthvað sem það hefur ekki gert lengi. Tefla … púsla … alls konar leiki og auðvitað lestur líka. En það að horfa á kvikmynd er ennþá góð skemmtun og gott að flýja raunveruleikann stundum með því að skella mynd í tækið.
Lesa fréttina Kvikmyndagúrú Amtsbókasafnsins mælir aftur með myndum
Rafrænar sögustundir | Hundurinn með hattinn

Rafrænar sögustundir | Hundurinn með hattinn

Fríða barnabókavörður ætlar að bjóða áfram uppá rafrænar sögustundir þar sem bókasafnið er enn lokað vegna samkomubanns. Næst ætlar hún að lesa bókina Hundurinn með hattinn eftir Guðna Líndal Benediktsson. Bókin verður lesin í fjórum hlutum - sá fyrsti þriðjudaginn 14.apríl og sá síðasti föstudaginn 17.apríl. Myndböndin verða birt kl. 16:30.
Lesa fréttina Rafrænar sögustundir | Hundurinn með hattinn
Ath. Skildadagur safngagna færður til 14. maí

Ath. Skildadagur safngagna færður til 14. maí

Safnið er enn lokað vegna samkomubanns, en að öllu óbreyttu verður áfram hægt að skila gögnum í Pennanum Eymundsson (fyrir þau sem vilja skila fyrir 14. maí).
Lesa fréttina Ath. Skildadagur safngagna færður til 14. maí
Leynist Harry Potter sérfræðingur á þínu heimili?

Leynist Harry Potter sérfræðingur á þínu heimili?

Hér eru spurningar um Harry Potter og félaga sem skemmtilegt er að spreyta sig á.
Lesa fréttina Leynist Harry Potter sérfræðingur á þínu heimili?
Rafræn bókameðmæli

Rafræn bókameðmæli

Amtsbókasafnið hefur í rúmt ár safnað bókameðmælum fyrir ungt fólk og frá ungu fólki, meðmælin eru reglulega birt í facebook-hópnum Bækur unga fólksins. Nú bjóðum við upp á þann möguleika að senda inn rafræn bókameðmæli!
Lesa fréttina Rafræn bókameðmæli
Topp 5 borðspil í samkomubanni :-)

Spilasérfræðingur Amtsbókasafnsins mælir með

Spilasérfræðingur Amtsbókasafnsins hefur tekið saman topp 5 borðspil í samkomubanni. Bókasafnið er lokað en ef til vill eiga einhverjir þessi spil í skápnum hjá sér: Pandemic – Ef það er einhvern tíman viðeigandi að spila Pandemic, þá er það núna. Leikmenn eru hluti af sérfræðiteymi sem reynir að sporna við útbreiðslu banvænna vírusa um heimsbyggðina. Gangi ykkur vel og munið að snerta ekki andlitið!
Lesa fréttina Spilasérfræðingur Amtsbókasafnsins mælir með
Sögustund á netinu

Sögustund á netinu

Fimmtudaginn 2. apríl kl. 16:30 mun Fríða barnabókavörður lesa bókina Amma og þjófurinn eftir Björk Bjarkadóttur. Amtsbókasafnið er enn lokað vegna samkomubanns og því mun sögustundin fara fram með rafrænum hætti á Facebook.
Lesa fréttina Sögustund á netinu