Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fáir atburðir hafa haft meiri áhrif á íslenskt þjóðlíf og hernám Íslands. Íslenskt samfélag þróaðist…

Hernumið land - Sýning Héraðsskjalasafnsins á Akureyri í tilefni Norræna skjaladagsins

Fáir atburðir hafa haft meiri áhrif á íslenskt þjóðlíf og hernám Íslands. Íslenskt samfélag þróaðist vissulega á fyrstu áratugum 20. aldar, þéttbýli myndaðist og bændasamfélagið var á nokkru undanhaldi en hernámið varð til þess að hraða samfélagsbreytingunum og kasta Íslandi inn í hringiðu stórpólitískra viðburða. Áhrifin á atvinnulíf, menningu og samfélagið í heild voru mikil og varanleg.
Lesa fréttina Hernumið land - Sýning Héraðsskjalasafnsins á Akureyri í tilefni Norræna skjaladagsins
Mynd: Leikurinn hefst við einn af gluggum Orðakaffis.

Aðventuratleikur Amtsbókasafnsins

Hvernig væri að taka þátt í ratleik á aðventunni? Leikurinn hefst við einn af gluggum Orðakaffis (sjá hring á mynd) og teygir sig svo um bæinn. Við mælum með að þátttakendur taki með sér vasaljós í skammdeginu þó það sé ekki nauðsynlegt.
Lesa fréttina Aðventuratleikur Amtsbókasafnsins
Mynd af nýjum bókum sem teknar voru fyrir í hlaðvarsþætti Amtsbókasafnsins.

Amtið: 3. þáttur - spjall um nýjar bækur

Þriðji hlaðvarpsþáttur Amtsins er farinn í loftið. Viðfangsefni þáttarins að þessu sinni eru NÝJAR BÆKUR .
Lesa fréttina Amtið: 3. þáttur - spjall um nýjar bækur
Hluti af starfsliði Amtsbókasafnsins á bleikum degi í október.

Hvað er að frétta af Amtsbókasafninu?

Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður segir frá starfseminni og daglegu lífi á Amtsbókasafninu.
Lesa fréttina Hvað er að frétta af Amtsbókasafninu?
Mynd af hljóðnema.

Amtið: 2. þáttur - hringrásarhagkerfið, óhefðbundinn safnkostur og grænir viðburðir

Nýtnivikan er hafin og annar hlaðvarpsþáttur Amtsbókasafnsins er farinn í loftið. Þátturinn er að þessu sinni helgaður hringrásarhagkerfinu, óhefðbundnum safnkosti og öllum þeim grænu viðburðum sem gjarnan fara fram á bókasöfnum.
Lesa fréttina Amtið: 2. þáttur - hringrásarhagkerfið, óhefðbundinn safnkostur og grænir viðburðir
Hér á mynd má sjá örlítið brot af pöntunum gærdagsins.

Brjálað að gera í pöntunum!

Á Amtsbókasafninu er nóg að gera þrátt fyrir að safnið sé lokað. Boðið er upp á pantanir á safnefni og hafa notendur safnsins tekið mjög vel í þá þjónustu. Afgreiddar hafa verið í kringum 350 pantanir á bókum, spilum, mynddiskum og kökuformum frá byrjun nóvember
Lesa fréttina Brjálað að gera í pöntunum!
Mynd af stúlku sem veltir fyrir sér hver rétt svör eru við rafrænni getraun Amtsbókasafnsins.

Rafræn getraun fyrir börn og ungmenni

Í hverjum mánuði fer fram getraun sem börn og ungmenni geta tekið þátt í. Í lok hvers mánaðar er dregið úr pottinum og haft samband við vinningshafa. Í ljósi þess að bókasafnið er lokað fer getraunin nú fram með rafrænum hætti.
Lesa fréttina Rafræn getraun fyrir börn og ungmenni
Mynd af Amtsbókasafninu að kvöldi til að vetrarlagi.

Reserve material and pick up at the library!

While the library is closed you can still reserve and order books and other materials.
Lesa fréttina Reserve material and pick up at the library!
Mynd af hlaðvarpsbúnaði.

Amtið: Nýtt hlaðvarp Amtsbókasafnsins

Nýtt hlaðvarp Amtsbókasafnsins er komið í loftið. Hlaðvarpið heitir einfaldlega Amtið. Um er að ræða nýja aðferð safnsins til að miðla upplýsingum um verkefni og þjónustu bókasafnsins með lifandi hætti. Fyrsti viðmælandi er Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður.
Lesa fréttina Amtið: Nýtt hlaðvarp Amtsbókasafnsins
Mynd af bókum í hillu.

Safnið lokað - en opnað fyrir PANTANIR!

Á meðan bókasafnið er lokað er hægt að panta bækur og önnur safngögn. Sjá leiðbeiningar með því að smella á frétt.
Lesa fréttina Safnið lokað - en opnað fyrir PANTANIR!
Mynd af Amtsbókasafninu snemma að hausti til.

Hertar samkomutakmarkanir - Safnið lokað frá og með 31. október.

Vegna aðstæðna mun Amtsbókasafnið vera lokað frá og með laugardeginum 31. október og þar til hægt verður að opna á ný. Skiladagar á efni sem á að skila á næstunni verða framlengdir fram yfir það tímabil sem hertar samkomutakmarkanir gilda.
Lesa fréttina Hertar samkomutakmarkanir - Safnið lokað frá og með 31. október.