Á Amtsbókasafninu er hægt að fá ýmsar tegundir af spilum að láni.

  • Borðspil, barnaspil, teningaspil, sígild spil, hlutverkaspil og mörg fleiri

Tvisvar hefur verið haldinn skiptimarkaður á púsluspilum á safninu og hefur sá viðburður verið vel sóttur. Í seinna skiptið fór sá viðburður fram á Norræna leikjadeginum þann 19. nóvember s.l. Þá fengu gestir að prufa þau spil sem eru til útláns á safninu og áhugasamir spilafélagar voru hvattir til að koma með sín eigin uppáhaldsspil og kynna þau fyrir gestum og gangandi. Það eru góðar líkur á að þessi ágæti viðburður verði endurtekinn og mun það verða auglýst síðar. 

Síðast uppfært 03. maí 2017