Hlekkir á rafbækur

Það eru breyttir tímar. Sala á rafbókum er sífellt að aukast og á Amazon kom nýlega fram að þær seldust meira en venjulegar bækur. Við þessari þróun þarf að bregðast og þar er Amtsbókasafnið þátttakandi síðan 1.júní árið 2017, með aðkomu sinni að Rafbókasafninu, www.rafbokasafnid.is Hægt er að lesa meira um það hér.  

Hér að neðan eru einnig hlekkir sem vísa á rafbækur sem hægt er að hlaða niður ókeypis. Allar ábendingar eru vel þegnar (netpóstur: thorsteinn@akureyri.is).

Áhugaverðar krækjur sem tengjast rafbókum:

Emma
Emma.is er vefur sem gerir sjálfstæðum höfundum, útgefendum og handhöfum útgáfuréttar kleift að koma ritverkum á framfæri hvort sem þeir vilja bjóða þau til sölu eða gefa verkin. Við bjóðum hverskonar rithöfundum, áhuga- og skúffuskáldum og fyrirtækjum að gefa verk sín út hjá Emmu. Hver sá sem á höfunda- og útgáfurétt á verki er velkomið að gefa það út hjá okkur. Verkin eru gefin út sem lófabækur (rafbækur fyrir lestöflur, snjalltæki eða tölvur).

Netútgáfan
Íslensk síða þar sem finna má Biblíuna, ævintýri, þjóðsögur, skáldsögur og allt á milli himins og jarðar.

Project Gutenberg
íða fyrir þá sem vilja ókeypis aðgang að gömlum bókum í rafbókaformi. Hægt er að leita eftir höfundum og titlum, og einnig að fletta í gegnum listann. Yfir 3000 bækur!

Open Library
Flott síða með gnægð bóka. Síðan er skemmtilega sett upp.

Open Culture
"The best free cultural and educational media on the web." = Flott síða með myndum, hljóðum, texta ... á rafrænu formi.

Eserver
Frá Iowa háskóla í Bandaríkjunum. Yfir 35-000 bókatitlar, auðvelt að leita eftir efni.

ManyBooks
Margar bækur eins og nafnið gefur til kynna og auðveld og góð leit.

Bækur.is
Verkefni Landsbókasafnsins. Hugmyndin er að á vefnum muni birtast með tíð og tíma allar íslenskar bækur útgefnar fyrir 1870 í stafrænni endurgerð.

Lestu.is
Íslensk rafbókarsíða. Um áskriftarsíðu er að ræða en þangað er markmiðið að setja hundruðir nýrra íslenskra titla.

Síðast uppfært 26. júní 2017