Vinningshafar í málsháttakeppni

Laugardaginn 26. janúar síðastliðinn fór fram sögustund, þar lesið var upp úr bókinni Gallsteinar afa Gissa. Í framhaldinu fór fram happdrætti og málsháttakeppni í boði MENNINGARFÉLAGS AKUREYRAR. Þátttakandi með skemmtilegasta málsháttinn vann miða á leikritið Gallsteinar afa Gissa sem fljótlega verður til sýninga í Samkomuhúsinu. Að sögustund og málsháttakeppni lokinni tók við origami-kennsla undir leiðsögn Helgu og Fríðu. 

Adríana var dregin úr hópi þátttakenda í happdrættinu en Ásdís vann málsháttakeppnina með málshættinum: Augun sjá það sem eryrun sjá ekki.

Aðrir málshættir:

Betri er bók í hönd en í hillu

Kórinn syngur en snjórinn hrinur

Betri er bók en kók

Betri er gulrót í maga en hola í tönn

Betra er snúður í maga en tala á úlpu

Hér las ég bók og hingað ég ekki ók

Sumir geta galdrað neitt en sumir bara eitt

Afi Gissi er gallalaus

Oft eru bækur á bókasafni

Oft er ís betri en snjór

Það er best að kunna smá af öllu frekar en mikið af engu

Það er betra að vera ríkur af ást en að eiga mikið sem er verðmætt

Brostu í dag, þú gætir misst tönn á morgun

Betra er að vera góður borgari en hamborgari

Betra er að ganga en hanga

Oft stoppar strætó á Hlemmi

Broskallar geta brosað oft!

Gott er að drekka mikið vatn við þorsta.

 

Myndir frá laugardeginum: 

Gallsteinar afa Gissa

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan