Viltu spila?

Viltu koma að spila?
Viltu koma að spila?

Viltu spila?

 Norrænn spiladagur á Amtsbókasafninu á Akureyri 19. nóvember 2016.

Áhugafólk um spil og leiki ætti að finna eitt og annað við sitt hæfi á Amtsbókasafninu á Akureyri laugardaginn 19. nóvember næstkomandi milli klukkan 12:00 og 16:00.

Góður vinur safnsins mun koma með leikjatölvur af nokkrum gerðum og leyfa fólki að prófa sitt lítið af hverju úr leikjaheiminum til viðbótar við X-box tölvuna sem fyrir er á safninu.

Þá hefur safnið keypt þó nokkur borðspil s.s. Las Vegas, Splendor, Resistance, Dominion,Partners, Dixit og Jungle Speed, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Gestum safnsins býðst að kynna sér þessi spil og prófa þau sem og samsvarandi spil fyrir börn og ungt fólk.

Í lok dags verða svo hafin útlán á spilunum fyrir viðskiptavini bókasafnsins og er lánstími og fyrirkomulag á þeim það sama og á bókum og tímaritum. 

Áhugasamir spilafélagar eru líka hvattir til að koma með sín uppáhaldsspil og kynna þau fyrir gestum og gangandi.

Þeim sem það vilja, býðst einnig að prófa leikinn „Slither.io“ sem minnir um margt á leikinn „Snake“ sem átti hugi og fingur farsímanotenda undir lok síðustu aldar. Keppt verður í leiknum milli þeirra safna sem eru skráð til leiks í Norræna spiladeginum en þau eru tæplega 100 talsins dreifð um öll Norðurlönd. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Amtsbókasafnið tekur þátt í Norræna spiladeginum en hægt er að kynna sér hvað önnur söfn eru að gera þennan dag á vef spiladagsins og tilheyrandi Facebook síðu 

Auk alls þessa verður settur upp skiptimarkaður með púsluspil þar sem fólk getur komið með þau púsl sem ekki vekja áhuga lengur og skipt þeim út fyrir önnur sem aðrir eru orðnir leiðir á.

Allar nánari upplýsingar gefur Hólmkell Hreinsson í síma 8626882 eða holmkell@akureyri.is

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan