Viðburðadagatal

Kæru safngestir! Jólabækurnar halda áfram að koma inn og fara út ... til ykkar. Nýjar myndir, ný blöð, jólabækur, jólablöð, jólamyndir, jólaprjón ... viðburðir bætast svo við þetta (t.d. Alþjóðlega eldhúsið, þar sem 750 manns komu og smökkuðu mat frá 12 þjóðum!) og við viljum endilega að þið missið af sem minnstu ... eh, fyrirgefið, engu!

Því reynum við reglulega að benda á viðburðadagatalið okkar þar sem við höfum yfirlit yfir það sem er að gerast hjá okkur á næstu vikum. Í vinnslu er að setja upp viðburðadagatal á ensku (vísi að því má sjá nú þegar). Ef það er eitthvað sem ykkur finnst ábótavant, þá endilega látið okkur vita.

Dagskrá vikunnar er gefin út á samfélagsmiðlunum okkar á hverjum mánudegi, en þessi hlekkur á viðburðadagatalið gefur ykkur nánari upplýsingar um hvern viðburð, hvort sem um er að ræða reglulega viðburði (t.d. íslenskuklúbbinn, Hnotuna og borðspilin) eða staka (sýningar, upplestrar, fræðsla o.s.frv.).

Ef þið viljið ekki missa af neinu, þá getið þið stillt miðlana þannig að þið fáið skilaboð um leið og eitthvað nýtt efni er sett inn á þá, en annars er ágætt að kíkja á viðburðadagatalið, auglýsingaskjáinn á 1. hæðinni og svo auðvitað dagskrá vikunnar á mánudögum.

Sjáumst hress!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan