Vetrarfrí á Amtsbókasafninu

Mynd af barni lesa inni á bókasafninu.
Mynd af barni lesa inni á bókasafninu.

Grunnskólabörn eru innilega velkomin á Amtsbókasafnið í vetrarfríum grunnskólanna sem fer fram dagana 18.-19. febrúar.

FULLT AF SKEMMTILEGUM BÓKUM
Á Amtsbókasafninu er til ógrynni af bókum fyrir börn og fullorðna. Það getur verið notalegt að hlamma sér á grjónapoka og ferðast inn í heim bókanna. 
 
SPILUM SAMAN
Amtsbókasafnið hefur um það bil 170 borðspil til útláns. Hægt er að fá spilin lánuð heim (gegn framvísun bókasafnsskírteinis, lánast í 30 daga) eða einfaldlega spila á staðnum.
 
LEIGJUM DVD
Á safninu er mikill fjöldi mynda: nýjar og gamlar, og á mörgum tungumálum. Sú skemmtilega breyting hefur orðið á að nú eru allir mynddiskar Amtsbókasafnsins komnir í 7 daga útlán. Við minnum á að ókeypis er að fá dvd diska að láni.
 
KÖKUFORM
Vissir þú að hægt er að fá lánuð allskonar kökuform á Amtsbókasafninu! Sjóræningjaskip, kærleiksbjörn, trúður, hjarta og mörg fleiri. Formin lánast út líkt og bækur í 30 daga.
 
SÖGUSTUND
Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 16:30 verður sögustund í barnadeild. Lesnar verða barnabækur sem höfða til yngstu kynslóðarinnar.
 
SKOÐUM RAFBÓKASAFNIÐ
Til eru fullt af skemmtilegum bókum fyrir ungmenni á Rafbókasafninu! Það eina sem þarf til er gilt bókasafnsskírteini, snjalltæki eða tölvu og appið Libby eða Overdrive. Þá eru þér allir vegir færir á Rafbókasafninu. Svo er alltaf hægt að biðja um aðstoð á Amtsbókasafninu.
 
Afgreiðslutímar í vetur: Virkir dagar kl. 8:15-19:00 (sjálfsafgreiðsla til kl. 10:00) og laugardagar kl. 11:00-16:00. 
Verið hjartanlega velkomin á Amtsbókasafnið! 
 
Amtsbókasafnið er á Facebook og Instagram
 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan